16.12.2024
Þriðjudaginn 17. desember er föndurdagurinn í GRV- Hamarsskóla, þá leggjum við hefðbundið skólastarf til hliðar. Nemendur blandast á milli árganga og föndurstöðvar verða um allan skóla.
Smiðjudagar á miðstigi hefjast einnig þannan dag og verða þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag.
13.12.2024
Kiwanisklúbbur Vestmannaeyja og Vilborgar stúkan í Odfellow komu færandi hendi í dag og í gær, með gjafir fyrir Barnaskóla, Hamarsskóla, Víkina og frístund.
Við erum innilega þakklát fyrir rausnarlegar gjafir.
12.12.2024
Þakkir til foreldrafélags GRV fyrir rausnarlegan stuðning til skólans.
20.11.2024
Kiwanis klúbburinn í Eyjum gaf góða gjöf í verkdeild Barnaskólans.
Við þökkum þeim mikið fyrir.
16.11.2024
Stuðningur við íslenska tungu.
Á degi íslenskrar tungu og í tengslum við verðlaun Jónasar Hallgrímssonar er veitt sérstök viðurkenning fyrir stuðning við íslenska tungu. Í þetta sinn var það verkefnið okkar Kveikjum neistann sem hlaut þessa viðurkenningu.
04.09.2024
Föstudaginn 6. september munu nemendur GRV taka þátt í Skólahlaupi ÍSÍ.