Eins og þið vitið höfum við tekið upp nýtt skráningakerfi í skólanum í stað Mentor. Nýja kerfið heitir Námfús og erum við öll að læra inn á það.
Betra er að nota vefsíðuna eins og stendur en í hlekknum sem fylgir þessari færslu má sjá hvernig hægt er að setja
namfus.is upp sem app á skjáborðið í símanum.
Þar eru einnig hinar ýmsu útskýringar á "flísunum" í Námfús. Við hvetjum ykkur til kynna ykkur þetta vel og sýna biðlund, við erum öll í þessu saman
Við þökkum Guðbjörgu Guðmannsdóttur, verkefnastjóra okkar í upplýsingatækni kærlega fyrir þessa samantekt.