Forvarnarstefna GRV

Einn af grunnþáttum menntunar er heilbrigði og velferð. Heilbrigði byggist á andlegri,
líkamlegri og félagslegri vellíðan. Með það að leiðarljósi er mikilvægt að allt skólastarf byggi á
jákvæðum skólabrag og heilsueflandi umhverfi þar sem markvisst er hlúð að heilbrigði. Helstu
þættir heilbrigðis eru meðal annars jákvæð sjálfsmynd, hreyfing, næring, hvíld, góð samskipti,
öryggi, kynheilbrigði og skilningur á eigin tilfinningum og annarra (Mennta- og
menningarmálaráðuneyti, 2011).
Í GRV er lögð áhersla á heilbrigði frá ýmsum hliðum með því að efla félags og tilfinningaþroska nemenda. GRV vinnur eftir Uppeldi til ábyrgðar, hugmyndafræðin miðar að því að ýta undir ábyrgð og sjálfstjórn barna og unglinga og ýta undir að þau læri sjálfstjórn og þekkingu á eigin tilfinningum. GRV er einnig Heilsueflandi Grunnskóli sem hvetur til heilsueflingar og heilbrigðra lifnaðarhátta meðal barna og unglinga.

Einnig er GRV í samvinnu með ÍBV. Íþróttaakademía er starfsrækt við skólann, akademían hefur mikið forvarnargildi þar sem nemendur skrifa undir lífstílssamning þar sem þeir skuldbinda sig til að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi vímuefni, námsárangur og hegðun. Auk þess að hvetja til aukinnar hreyfingar og að auka tæknilega færni  nemenda í sinni íþróttagrein. Hluti af tímum í akademíu eru fyrirlestrar, þar sem fræðsla um heilsu, mataræði, hugarfar og andlega heilsa er í fyrirrúmi. 

Markmið GRV eru að: 

• Að stuðla að menntun og alhliða þroska nemenda.
• Að hvetja nemendur til að tileinka sér heilbrigðar lífsvenjur.
• Að efla sjálfstraust og styrkja jákvæða sjálfsmynd nemenda.
• Að auka ábyrgð nemenda á eigin líðan, hegðun og námi.
• Að nemendur beri virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.
• Að styrkja félagsfærni nemenda.
• Að nemendur kynnist nærumhverfi sínu og nýta það til útivistar og menntunar.
• Að stuðla að samfellu á milli skólastiga.
• Að nemendur og foreldrar fái fræðslu um forvarnir.
• Að gott samstarf ríki á milli heimila og skóla.
• Að nemendur séu meðvitaðir um afleiðingar óhóflegrar tölvunotkunar.
• Að nemendur geri sér grein fyrir skaðsemi áfengis og annarra vímuefna.

Forvarnaráætlun fyir skólaárið 2021-2022.