Mat á skólastarfi

Sveitarfélög sinna mati og eftirliti með gæðum skólastarfs, sbr. 5. og 6. gr. grunnskólalaga, og láta ráðuneyti í té upplýsingar um framkvæmd skólahalds, innra mat skóla, ytra mat sveitarfélaga, framgang skólastefnu sinnar, áætlanir um umbætur. Tilgangurinn með slíku mati er að leiða til umbóta í skólastarfi.

Starfsmannasamtöl eru haldin tvisvar á hverju skólaári. SVÓT greining (styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri) er framkvæmd í öllum starfsmannahópum grunnskólans annað hvert vor. Niðurstöður úr þessu mati eru teknar saman af stjórnendum á hverju vori og settar saman í skýrslu.

Skýrsla um innra mat 2019-2020

Grunnskólalög kveða á um að hver grunnskóli meti með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra eftir því sem við á. Grunnskóli Vestmannaeyja er þátttakandi í Skólapúlsinum sem er nemenda-, foreldra – og starfsmannakönnun. Skólapúlsinn er einn liður í innra mati skólans og niðurstöður hans eru nýttar til að styrkja innra starf skólans.

Ársskýrsla GRV kom út í fyrsta sinn vorið 2016. Markmið með útgáfu skýrslunnar er að gera grein fyrir því fjölbreytta starfi sem fer fram í Grunnskóla Vestmannaeyja, ásamt því að halda saman nauðsynlegum upplýsingum úr skólastarfinu. Hún mun nýtast sem góð heimild um skólastarfið í heild sinni frá ári til árs. Skýrsluna prýða ýmsar myndir úr skólastarfinu sem gefa lesendum innsýn í það og gera hana líflegri. Að gerð skýrslunnar koma skólastjóri, aðstoðarskólastjórar, deildarstjórar og kennarar.