Samkvæmt umferðarlögum mega börn yngri en 9 ára ekki hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri. Þar af leiðandi getur skólinn ekki mælt með að nemendur í fyrsta og öðrum bekk komi á hjóli í skólann nema í fylgd fullorðinna. Sama gildir um rafknúin hlaupahjól
Athugið að reglur um rafknúin hlaupahjól hafa breyst og börn undir 13 ára aldri mega ekki vera á rafmagnshlaupahjóli.
Ökumenn rafhlaupahjóla skulu hafa náð 13 ára aldri. Að auki skal ávallt fylgja aldursviðmiðum framleiðenda hjóla og aldurstakmörkum rafhlaupahjólaleiga. þ.a. nemendur í Hamarsskóla mega ekki vera á rafmagnshlaupahjólum.
Undir gagnlegt efni má finna reglur um hjólanotkun í GRV: https://www.grv.is/static/files/ymislegt/reglur-um-reidhjolanotkun-i-grv_.pdf
Á náms- og fræðsluvefnum www.umferd.is er svæði ætlað foreldrum/forráðamönnum sem gott er að skoða.