Hjólareglur GRV

Á meðan veður er gott eru nemendur að mæta á hjólum í skólann. Mikilvægt er að öryggisbúnaður sé í lagi og mikilvægt að fara vel yfir umferðarreglurnar með börnunum. Við hvetjum ykkur til að nýta góða veðrið og ganga eða hjóla í skólann með börnunum ykkar svo fækka megi bílum sem aka að skólanum á morgnana. Að vera börnum sínum góð fyrirmynd í umferðinni er öflugasta fræðslan ásamt því að kenna þeim um lög og reglur sem eru í gildi.
 
Ég bið ykkur um að skoða vel reglur um hjólanotkun í GRV, sem eru í viðhengi, en þær segja m.a.

Samkvæmt umferðarlögum mega börn yngri en 9 ára ekki hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri. Þar af leiðandi getur skólinn ekki mælt með að nemendur í fyrsta og öðrum bekk komi á hjóli í skólann nema í fylgd fullorðinna. Sama gildir um rafknúin hlaupahjól

Athugið að reglur um rafknúin hlaupahjól hafa breyst og börn undir 13 ára aldri mega ekki vera á rafmagnshlaupahjóli.

Ökumenn rafhlaupahjóla skulu hafa náð 13 ára aldri. Að auki skal ávallt fylgja aldursviðmiðum framleiðenda hjóla og aldurstakmörkum rafhlaupahjólaleiga. þ.a. nemendur í Hamarsskóla mega ekki vera á rafmagnshlaupahjólum. 

Undir gagnlegt efni má finna reglur um hjólanotkun í GRV: https://www.grv.is/static/files/ymislegt/reglur-um-reidhjolanotkun-i-grv_.pdf 

Rafknúnum hlaupahjólum skal leggja í hjólagrindur eða við grindverk og læsa, ekki er hægt að geyma slík hjól inní skólanum. Hjólin má ekki nota í frímínútum.
 
Á þessari síðu er hægt að skoða fræðslumyndbönd um hjólreiðar http://www.samgongustofa.is/umferd/fraedsla-og-oryggi/fraedsla/reidhjol/

Á náms- og fræðsluvefnum www.umferd.is er svæði ætlað foreldrum/forráðamönnum sem gott er að skoða.