Að byrja í skóla

Að byrja í grunnskóla

Börn byrja í grunnskóla árið sem þau verða sex ára og eru þá skólaskyld. Öll börn í Vestmannaeyjum fara í Grunnskóla Vestmannaeyja og hér er hægt að sækja um rafrænt í gegnum íbúagátt hjá Vestmannaeyjabæ:

Umsókn um skólavist

Hvað þarf að hafa með sér

Barnið þitt þarf að koma með skólatösku, nesti og sundföt (þegar það á við) í skólann. Gott er að hafa auka föt í skólatöskunni og vera klædd eftir veðri. Skólinn útvegar allar bækur og ritföng sem barnið þitt notar í skólanum.

Viðtöl við umsjónarkennara

Í upphafi skólaárs er skólasetning fyrir nemendur sem eru að fara í 2. – 10. bekk. Börnin sem eru að byrja í 1. bekk fara ekki á skólasetninguna heldur hitta þau umsjónarkennarann sinn í viðtali með foreldrum/forsjáraðilum á skólasetningadegi. Nemendur mæta svo á skólasetningu með foreldrum næsta dag kl. 8:30 og far svo með umsjónarkennurum í stofu og hefja sína skólagöngu. 

Hádegismatur

Öll börn geta fengið heitan mat í hádeginu í mötuneyti skólans. Flest börn á yngsta - og miðstigi eru skráð í mataráskrift. Ritarar skólans senda eyðublað til skráningar í hádegsimat, fyrir skólasetningu. Hægt er að skoða matseðil á heimasíðu skólans.

Frímínútur

Barnið þitt fer út í frímínútur á fyrirfram ákveðnum tíma, yfirleitt tvisvar á dag. Það er því mikilvægt að koma klædd eftir veðri og að allur fatnaður sé merktur barninu. Á leiksvæðum barnanna er starfsfólk á vegum skólans sem sinnir gæslu.

Frístund

Þegar skólinn er búinn á daginn getur barnið þitt farið á frístund. Þar er fjölbreytt tómstundastarf í boði sem einkennist af skipulögðum sem og frjálsum leik. Þar er boðið upp á skemmtileg viðfangsefni sem veita barninu þínu útrás fyrir leik- og sköpunarþörf. Upplýsingar um dagskipulag og fleira færð þú þegar barnið byrjar á frístund. Hér má sjá upplýsingar um Frístundaverið: https://www.grv.is/is/fristundaver  

Á íbúagátt Vestmannaeyjabæjar er hægt að sækja um á Frístund: https://ibuagatt.vestmannaeyjar.is/login.aspx?ReturnUrl=%2f

HÉR má finna bækling fyrir nýja nemendur í GRV -  In english here

Reykjavíkurborg hefur einnig gefið út góðan bækling til að undirbúa nemendur undir það að hefja skólagöngu. Það er saga um Fjólu sem er að hefja skólagöngu sína.

Hér má nálgast hann á íslensku, ensku og pólsku

Hér má nálgast glærur af foreldrafundi fyrir tilvonandi 1. bekk, 15. maí 2024.