Fréttir

Skóladagatal skólaárið 2025-2026 og könnun um vetrarleyfi

Hér má sjá skóladagatal fyrir næsta skólaár, 2025-2026 og sameiginlegt skóladagatal leik -og grunnskóla og frístundar. Einnig má sjá niðurstöður úr könnun um vetrarleyfi, könnun sem var gerð í kjölfar vetrarleyfis haustið 2024.

Smiðjudagar og fjölgreindaleikar í næstu viku

Uppbrotsdagar í næstu viku. Smiðjudagar hjá unglingastigi eru þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag 11.-13.mars. Fjölgreindaleikar hjá 1. -7. bekk verða þriðjudag og miðvikudag 12. og 13. mars.

Þemadagar og skóladagur Hamarsskóla

Þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag eru þemadagar í Hamarsskóla og skóladagurinn er fimmtudaginn 20. febrúar frá kl. 16:30-18:30.

Ekkert skólahald í dag.

Enginn skóli í dag, en frístund og Víkin opna kl. 13:00

Allt skólahald fellur niður fyrir hádegi fimmtudaginn 6. febrúar

Allt leik- og grunnskólahald fellur niður fyrir hádegi fimmtudaginn 6. febrúar. Staðan verður tekin kl. 11:00 varðandi skólahald eftir hádegi.

Starfsdagur og foreldraviðtalsdagur

Starfsdagur á mánudaginn 3. feb. og foreldraviðtalsdagur á þriðjudegi 4. feb.

Litlu jólin og jólakveðja

Föndurdagur í Hamarsskóla og smiðjudagar í Barnaskóla.

Þriðjudaginn 17. desember er föndurdagurinn í GRV- Hamarsskóla, þá leggjum við hefðbundið skólastarf til hliðar. Nemendur blandast á milli árganga og föndurstöðvar verða um allan skóla. Smiðjudagar á miðstigi hefjast einnig þannan dag og verða þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag.

Takk fyrir stuðninginn

Kiwanisklúbbur Vestmannaeyja og Vilborgar stúkan í Odfellow komu færandi hendi í dag og í gær, með gjafir fyrir Barnaskóla, Hamarsskóla, Víkina og frístund. Við erum innilega þakklát fyrir rausnarlegar gjafir.

Gjafir frá foreldrafélaginu

Þakkir til foreldrafélags GRV fyrir rausnarlegan stuðning til skólans.