Fríða Hrönn Halldórsdóttir er náms- og starfsráðgjafi við Grunnskóla Vestmannaeyja. Hún sinnir náms- og starfsráðgjöf í báðum skólum en er með aðsetur í Barnaskóla og með viðveru í Hamarsskóla fyrir hádegi á fimmtudögum.
Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að vera talsmaður nemenda í skólanum, standa vörð um velferð nemenda og leita lausna í málum þeirra. Námsráðgjafar er bundnir þagnarskyldu um einkamál nemenda, að undanskyldum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002.
Námsráðgjöf er þjónusta fyrir alla nemendur skólans og geta þeir sjálfir leitað til námsráðgjafa auk þess sem foreldrar, kennarar og skólastjórnendur geta óskað eftir ráðgjöf fyrir nemendur.
Helstu viðfangsefni námsráðgjafa:
Persónuleg ráðgjöf
Náms- og starfsfræðsla
Námstækni og vinnubrögð í námi
Nemendaverndarráð
Eineltisteymi
Fjölskylduteymi
Prófkvíði
Áhugasviðskannanir
Námsframboð og val á framhaldsskóla
Hægt er að panta tíma í gegnum umsjónarkennara barnsins eða hafa samabandi í gegnum netfangið: frida@grv.is eða í síma 488 2200 og 488 2300.