Nýtt námsmat

Eins og flestum er kunnugt er boðuðu menntayfirvöld miklar breytingar á námsmati í grunnskólum með nýrri aðalnámskrá grunnskóla 2011/2013.


Megininntak breytinganna:

Markmið náms skal jafnan vera hæfni nemenda. Lýsingar á markmiðum náms skulu nú alfarið beinast að því sem nemandinn á að geta gert við lok námstíma.

  • Samkvæmt aðalnámskrá er það hæfni sem á að meta ekki fjöldi eða magn þekkingaratriða
  • Hæfni samanstendur af þekkingu og leikni. T.d. á ekki mæla hversu vel þú getur munað uppskrift utanað, heldur hversu leikin(n) þú ert að baka eftir uppskriftinni og hversu vel hefur tekist til við baksturinn
  • Hæfniviðmið fyrir allar greinar birtast í aðalnámskrá

Unnið er með hæfniviðmið og nemandinn fær tækifæri til að bæta sig seinna á tímabilinu og þá gildir sú hæfni 100% þegar hann lýkur 10. bekk.

Nemandinn ætti í raun alltaf að bæta við hæfni sína og ekki verið að horfa eins og áður á allt skólaárið við mat á þekkingu og jafnvel verið að hegna nemanda fyrir þekkingarleysi við upphaf skólaárs. Verið að horfa á það hver er raunveruleg hæfni nemandans við lok skólaársins.

Einkunnir skal ekki reikna heldur skal styðjast við fyrirfram skilgreindar hæfnilýsingar. Neðangreindan meginkvarða skal nota til að finna þá einkunn sem best passar hæfni nemandans.


Námsmat í Grunnskóla Vestmannaeyja

Undanfarin misseri höfum við í Grunnskóla Vestmannaeyja verið að aðlaga okkur að nýrri Aðalnámsskrá. Í upphafi var farið yfir alla grunnþættina sem leggja á áherslu á í skólastarfinu, hér má sjá hvernig GRV útfærir grunnþættina: Grunnþættir menntunnar. Kennarar hafa þurft að endurskoða allt námsmat og finna nýjar leiðir til að koma upplýsingum um hæfni nemenda til foreldra. Sú vinna er í sífeldri endurskoðun. 

Lögð er megináhersla á hæfnina og er hæfnieinkunnin mat skólans/ kennarans á henni. Hæfnieinkunn er þess vegna ekki hægt að reikna út sem meðaltal út úr verkefnum sem nemandinn hefur unnið um veturinn. Hugmyndin er ekki að t.d. að telja stig ,að normaldreifa, að reikna hlutfall o.s.fr.v. Námsgreinar og námsefnið eru hjálpartæki til að ná hæfniviðmiðum.

Aðaláherslan er á leiðsagnarmat. 

Skólaárið 2021-2022 verður skrefið tekið lengra í leiðsagnamati og nemendur munu aðeins fá afhendan vitnisburð, lokamat að vori í 4. og 7. bekk. Sem þýðir að í 1., 2. og 3. bekk er unnið með leiðsagnarmat og stefnt að ákveðnum matsviðmiðum við lok 4. bekkjar. Sama gildir með 5. og 6. bekk. 

Á unglingastigi er unnið með matsviðmið út aðalnámsskrá sem þýðir að horft er á unglingadeildina sem eina heild. Byrjum strax að stefna á matsviðmiðin í 10. bekk þegar komið er upp í unglingadeild þ.e í 8. bekk, matsviðmiðin fylgja nemendum frá 8.-10. bekk. 

Hópforeldrafundir eru haldnir í september þar sem þetta er kynnt, í foreldraviðtali í jan/feb er farið yfir námsstöðu og líðan nemenda á miðju skólári. Sú nýbreytni verður vorið 2022 að skóla lýkur með einstaklingsfundi þar sem farið er yfir námsstöðu nemenda og gerð markmið fyrir komandi skólaár.  

Áhersla er lögð á að foreldrar og nemendur fylgist vel með námsframvindu á mentor.

Hér má finna punkta frá foreldrafundum sem haldnir voru fyrir 9. og 10. bekk og skýringar með námsmati í GRV.

Hér má finna ýmsar upplýsingar frá yfirvöldum og einnig leiðbeiningar frá Mentor.