Nýtt námsmat

Markmið skólastarfs eru margvísleg og hægt að fara ýmsar leiðir til að ná þeim. Því verða matsaðferðir að vera fjölbreyttar. Þær skulu vera í samræmi við hæfniviðmið. Hæfniviðmið er sú hæfni sem nemanda er ætlað að hafa náð tökum á við lok tiltekins námstímabils.

GRV notar neðangreindan meginkvarða til að finna þá einkunn sem best passar hæfni nemandans. 


Námsmat í Grunnskóla Vestmannaeyja

Undanfarin misseri höfum við í Grunnskóla Vestmannaeyja verið að aðlaga okkur að nýrri Aðalnámsskrá. Í upphafi var farið yfir alla grunnþættina sem leggja á áherslu á í skólastarfinu, hér má sjá hvernig GRV útfærir grunnþættina: Grunnþættir menntunnar. Kennarar hafa þurft að endurskoða allt námsmat og finna nýjar leiðir til að koma upplýsingum um hæfni nemenda til foreldra. Sú vinna er í sífeldri endurskoðun. 

Lögð er áhersla á að koma upplýsingum um stöðu nemenda skýrt til foreldra í gegnum Námfús. 

Aðaláherslan er á leiðsagnarmat. 

GRV leggur áherslu á leiðsagnarmat og munu nemendur aðeins fá afhendan vitnisburð, lokamat að vori í 4.,7.,8.9. og 10. bekk. Sem þýðir að í 1., 2. og 3. bekk er unnið með leiðsagnarmat og stefnt að ákveðnum matsviðmiðum við lok 4. bekkjar. Sama gildir með 5. og 6. bekk en þar er stefnt að ákveðnum matsviðmiðum við lok 7. bekkjar. Horft er á unglingadeildina sem eina heild. Byrjað strax að stefna á matsviðmiðin í 10. bekk þegar komið er upp í unglingadeild þ.e í 8. bekk, matsviðmiðin fylgja nemendum frá 8.-10. bekk. 

Ný skólanámskrá er í vinnslu út frá breytingum aðalnámskrár. 

Áhersla er lögð á að foreldrar og nemendur fylgist vel með námsframvindu á námfús.

Hér má finna ýmsar upplýsingar frá yfirvöldum og einnig leiðbeiningar frá Mentor.