Val

Valgreinar eru hluti af skyldunámi nemenda í 8. 9. og 10. bekk. Nemendur velja sjálfir

námsgreinar sem svarar 6 kennslustundum á viku. Með því að bjóða upp á val er stefnt að því að laga námið að áhuga og þörfum nemenda.

Mikilvægt er að nemendur vandi val sitt og séu meðvitaðir um inntak þeirra námsgreina sem þeir velja. Valbók, þar sem skilgreiningar á öllum valgreinum koma fram má finna hér:

Valbók 2020-2021

Náms- og starfsráðgjafi og aðstoðarskólastjóri ganga í bekkina og kynna valgreinar næsta skólaárs fyrir nemendum á vordögum. Einnig er mælt með því að nemendur afli sér upplýsinga um valgreinarnar og ræði við umsjónarkennara, deildarstjóra, námsráðgjafa eða aðstoðarskólastjóra ef einhver vafaatriði koma upp.

Nemendur velja á rafrænan hátt í gegnum Google forms og fá slóðina senda í pósti. Þeir þurfa að koma með óskir um val fyrir næsta skólaár að vori. Foreldrar eru hvattir til að aðstoða sitt barn við valið.

Hér má finna leiðbeininar um hvernig nemendur velja:

Leiðbeiningar valblað

Og sýnishorn af valblöðum má finna undir flipanum eyðublöð.