Nemendavernd

Í nemendaverndarráði GRV sitja skólastjórar, hjúkrunarfræðingur, námsráðgjafi, kennsluráðgjafi, fræðslufulltrúi og fulltrúi Barnaverndar. Hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi heilsugæslu, námsráðgjöf og sérfræðiþjónustu og vera skólastjórnendum til aðstoðar við gerð áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur. Ráðið starfar í samvinnu við félagsþjónustu bæjarins. Kennarar vísa málum til nemendaverndarráðs er varða velferð nemenda. Umsjónarkennari skal upplýstur um stöðu mála. Áður en mál koma inn í nemendavernd hafa þau farið í gegnum lausnateymi skólans. 

Samvinna GRV og barnaverndar