Íþróttaakademía GRV og ÍBV

Akademían er þróunarverkefni sem felur í sér samstarf á milli GRV og ÍBV-íþróttafélags á sviði íþrótta. Þar er boðið upp á tækniæfingar í knattspyrnu, handknattleik, sundi og fimleikum og styrktaræfingar. Styrktaræfingatímarnir eru einu sinni í viku og tækniæfingar í þremur 2-3 vikna lotum á skólaárinu í hvorri grein.

Markmiðið með þessum æfingum er að auka tæknilega færni nemenda í sinni íþróttagrein og bæta líkamlegt ástand þeirra til að standa undir þeim kröfum sem íþróttir gera til iðkenda.

Auk þessa er stefnt að því að bjóða upp á fyrirlestur einu sinni í mánuði þar sem fjallað verður um mataræði, rétt hugarfar, nauðsyn þess að lifa reglusömu lífi og ýmislegt fleira sem nýtist nemendum til að ná langt í íþróttum.

Þátttaka í íþróttaakademíu GRV og ÍBV-íþróttafélags er í boði fyrir nemendur í 9. og 10. bekk. Nemendur þurfa að vera að æfa íþróttagreinina hjá ÍBV en þurfa ekki að vera með viðkomandi grein í vali utan skóla. Akademían verður að hluta til metin inn í stað íþróttatíma í töflu en nemendur munu þó sækja einn íþróttatíma á vegum skólans á skólaárinu.

Hér fyrir neðan er lífstílssamningur og viðurlög við honum.

Lífstílssamningur GRV og ÍBV

Viðurlög