16.12.2024
Þriðjudaginn 17. desember er föndurdagurinn í GRV- Hamarsskóla, þá leggjum við hefðbundið skólastarf til hliðar. Nemendur blandast á milli árganga og föndurstöðvar verða um allan skóla.
Smiðjudagar á miðstigi hefjast einnig þannan dag og verða þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag.
13.12.2024
Kiwanisklúbbur Vestmannaeyja og Vilborgar stúkan í Odfellow komu færandi hendi í dag og í gær, með gjafir fyrir Barnaskóla, Hamarsskóla, Víkina og frístund.
Við erum innilega þakklát fyrir rausnarlegar gjafir.
12.12.2024
Þakkir til foreldrafélags GRV fyrir rausnarlegan stuðning til skólans.