Heilsueflandi grunnskóli

Í þó nokkur ár hefur Grunnskóli Vestmannaeyja unnið eftir mörgum gildum Heilsueflandi grunnskóla og hautið 2015 varð GRV formlega heilsueflandi grunnskóli. Verkefnið er á vegum Embættis landlæknis. Skólinn er kjörinn vettvangur til að hvetja til heilsueflingar og heilbrigðra lifnaðarhátta meðal barna og ungmenna. Heilsueflandi grunnskólar setja sér heildræna stefnu í heilsu- og velferðarmálum sem snýr að nemendum og starfsfólki í samstarfi við heimili og nærsamfélag. Í nýrri Aðalnámskrá um grunnskóla er heilbrigði og velferð einn af grunnþáttum menntunnar og mun verkefnið Heilsueflandi grunnskóli auðvelda skólum að setja sér viðmið og markmið til að efla sig í þeim þætti. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu verkefnisins http://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni/item12346/Heilsueflandi_grunnskoli

Þegar grunnskólar ákveða að vera Heilsueflandi eiga þeir að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. 

Áhersluþættir heilsueflandi grunnskóla eru átta og eru eftirfarandi. Nemendur, mataræði/tannhirða, lífsleikni, heimili, nærsamfélag, hreyfing/öryggi, geðrækt, starfsfólk.

Mikil áhersla var lögð á starfsfólkið í fyrstu og var það fyrsti áhersluþátturinn. Starfsfólkið er mikilvægasti hlekkurinn í heilsukeðjunni, ef starfsfólkið er jákvætt gagnvart þessum breytingum er grunnurinn traustur.

Næst var það mataræðið og mikil áhersla er lögð á holt og gott nesti, mælt er með því að nemendur mæti með ávexti og/eða grænmeti með sér í nesti, meiri möguleikar á hollara nesti fyrir unglingastig, í félagsaðstöðu og samvinna með Einsa Kalda varðandi hádegismat. 

Auðveldara er að móta hegðun en að breyta og því mikilvægt að byrja snemma að kenna börnum góðar neysluvenjur. GRV er því kjörinn vettvangur til að hvetja til heilsueflingar og heilbrigðs lífstíls.

Skólinn leggur mikla áherslu á hreyfingu, skólinn tekur þátt í verkefninu Göngum í skólann á ári hverju og Lífshlaupinu. Á meðan Lífshlaupinu stendur hefur heilsueflingarteymið boðið upp á ýmsa afþreyingu og fyrirlestra tengda andlegri - og líkamlegri heilsu. 

Veturinn 2021-2021 er lögð áhersla á að hreyfing sé í fyrstu tímum skólaársins, byrjað á 1.bekk.