Á vef stjórnarráðsins segir:
Sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu hljóta aðstandendur og þátttakendur í þróunarverkefninu Kveikjum neistann við Grunnskólann í Vestmannaeyjum. Um verkefnið segir dómnefnd að síðan því var hleypt af stokkunum árið 2021 hafi það skilað eftirtektarverðum árangri bæði hvað varði bætta líðan nemenda en líka færni í lestri.
„Verkefnið er til 10 ára og er stutt af Vestmannaeyjabæ, menntamálaráðuneytinu, Háskóla Íslands og Samtökum atvinnulífsins. Einn af áhugaverðustu þáttum verkefnisins er hvernig það samþættir áherslur í lestri, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og áhugahvöt. Lykillinn að góðum árangri nemenda í lestri þakka aðstandendur stöðumati, eftirfylgni, markvissri þjálfun og áskorunum miðað við færni. Að lokum má ekki gleyma samstilltu átaki nemenda og góðum kennurum.“
Og ekki má gleyma gríðarlega mikilvægu hlutverki og góðu samstarfi foreldra.
Við erum gríðarlega stolt af þessari viðurkenningu og hún hvetur okkur til að halda áfram því öfluga starfi sem á sér stað í skólanum okkar.
Til hamingju við :)