Kveikjum neistann fær sérstaka viðurkenningu á degi íslenskrar tungu.

Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri GRV- Hamarsskóla tók við viðurkenningunni ásamt Páli Magnússyni…
Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri GRV- Hamarsskóla tók við viðurkenningunni ásamt Páli Magnússyni sem var fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar. Á myndinni eru einnig Lilja Alfreðsdóttir menningar -og viðskiptaráðherra og Ari Eldjárn en hann hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar.

Á vef stjórnarráðsins segir:

Sér­staka viður­kenn­ingu fyr­ir stuðning við ís­lenska tungu hljóta aðstand­end­ur og þátt­tak­end­ur í þró­un­ar­verk­efn­inu Kveikj­um neist­ann við Grunn­skól­ann í Vest­manna­eyj­um. Um verk­efnið seg­ir dóm­nefnd að síðan því var hleypt af stokk­un­um árið 2021 hafi það skilað eft­ir­tekt­ar­verðum ár­angri bæði hvað varði bætta líðan nem­enda en líka færni í lestri.

„Verk­efnið er til 10 ára og er stutt af Vest­manna­eyja­bæ, mennta­málaráðuneyt­inu, Há­skóla Íslands og Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins. Einn af áhuga­verðustu þátt­um verk­efn­is­ins er hvernig það samþætt­ir áhersl­ur í lestri, stærðfræði, nátt­úru­fræði, hreyf­ingu og áhuga­hvöt. Lyk­ill­inn að góðum ár­angri nem­enda í lestri þakka aðstand­end­ur stöðumati, eft­ir­fylgni, mark­vissri þjálf­un og áskor­un­um miðað við færni. Að lok­um má ekki gleyma sam­stilltu átaki nem­enda og góðum kenn­ur­um.“ 

Og ekki má gleyma gríðarlega mikilvægu hlutverki og góðu samstarfi foreldra. 

Við erum gríðarlega stolt af þessari viðurkenningu og hún hvetur okkur til að halda áfram því öfluga starfi sem á sér stað í skólanum okkar. 

Til hamingju við :)