Skólahlaupið

Nemendur eru því beðnir um að mæta með góða skó til að geta hlaupið/gengið í og auðvitað í viðeigandi íþróttafatnaði.

Upphitun hefst kl. 10:50 og hlaupið er ræst kl. 11:00.

Við hvetjum foreldra/forráðamenn sem hafa tök á, að hlaupa með eða mæta til að hvetja börnin áfram.

Eftir hlaup er hádegismatur frá Einsa Kalda, grillaðar pylsur.

Skólahaldi er lokið eftir mat, nema þeir sem eru á frístund.

 

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hlaupaleiðirnar.

1.-2. bekkur hleypur gula leið

3. - 7. bekkur hleypur rauða leið
(Þeir nemendur sem vilja hlaupa bláa leið mega það)

8. - 10. bekkur hleypur bláa leið

Blá leið byrjar hlaupið, síðan rauð leið og síðast fer gula leiðin af stað.

· Brautarverðir verða í merktum vestum á hlaupaleiðum til þess að vísa rétta leið