
Skólinn áskilur sér rétt til að hafna tímabundinni undanþágu frá skólasókn ef ástæða þykir til, sbr. 15. gr. laga um grunnskóla.
Athugið að öll röskun á námi nemanda sem hlýst af leyfi til lengri eða skemmri tíma er á ábyrgð foreldra eða forráðamanna og því eðlilegt að reyna að lágmarka fjarveru frá skóla eins og hægt er.
- Nemandi sem ekki getur sótt íþrótta- eða sundtíma í tvær vikur eða meira skilar vottorði til ritara skólans.
- Nemandi sem ekki getur sótt íþrótta- eða sundtíma eftir veikindi fer á bókasafn skólans. Æskilegt er að nemandinn nýti þann tíma vel, t.d. til heimanáms.
- Ef nemandi er slasaður geta foreldrar/forráðamenn haft samband við íþróttakennara og e.t.v. er gott að nemandinn mæti í íþróttatíma og geri þær æfingar sem hann getur og kennari ráðleggi honum með æfingar.