Fjarvistir og leyfi

Fjarvistir nemenda ráða miklu um hvort góður árangur næst í námi hvers og eins. Lög kveða skýrt á um að forráðamenn sjái um að nemendur sæki skóla dag hvern. Óheimilar fjarvistir nemenda og að mæta of seint hafa áhrif á skólasóknareinkunn hvers og eins. Einnig áskilur skólinn sér rétt til að bregðast við ófullnægjandi skólasókn nemenda og er þar með talin leyfi og veikindi. 

Samkvæmt 19. gr. laga um grunnskóla bera foreldrar ábyrgð á því að börn þeirra sæki skóla. Skólastjóra ber að vísa ófullnægjandi skólasókn
nemenda til fræðslu- og barnaverndaryfirvalda.

Viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn Reglur um fjarvistir og leyfi

 

Athugið að öll röskun á námi nemanda sem hlýst af leyfi til lengri eða skemmri tíma er á ábyrgð foreldra eða forráðamanna og því eðlilegt að reyna að lágmarka fjarveru frá skóla eins og hægt er.

  • Ef nemandi er veikur þarf að tilkynna það til skóla og tilkynna þarf daglega ef veikindi standa lengur en einn dag. 
  • Sé nemandi tilkynntur veikur í meira en 10 daga getur skóli krafist læknisvottorðs.
  • Nemandi sem ekki getur sótt íþrótta- eða sundtíma í tvær vikur eða meira skilar vottorði til ritara skólans.
  • Nemandi sem ekki getur sótt íþrótta- eða sundtíma eftir veikindi fer á bókasafn skólans. Æskilegt er að nemandinn nýti þann tíma vel, t.d. til heimanáms.
  • Ef nemandi er slasaður geta foreldrar/forráðamenn haft samband við íþróttakennara og e.t.v. er gott að nemandinn mæti í íþróttatíma og geri þær æfingar sem hann getur og kennari ráðleggi honum með æfingar.