Skimanir í GRV

Í Grunnskóla Vestmannaeyja er lögð áhersla á símat á frammistöðu og vinnu nemenda. Á yngstu stigunum er aðaláhersla á lestur, stærðfræði, skrift og vinnusemi. Eftir því sem nemendur eldast er aukin áhersla á sjálfstæði þeirra og samvinnuhæfni. Ætíð er gert ráð fyrir að nemendur leggi sig alla fram við verkefnin og skili þeim eins vel og þeir hafa getu til.

Lestrar- og stærðfræðiskimanir eru lagðar fyrir hópa nemenda til að greina stöðu þeirra og auka möguleika á að námið sé sniðið að þörfum hvers og eins. Þessar skimanir greina styrk og veikleika í íslensku og stærðfræði og eiga að gefa glögga mynd af stöðu nemenda í greinunum.

Lesferill menntamálastofnunar er til hliðsjónar í allri skimunarvinnu í GRV.

 

Á vorönn þreyta nemendur samræmd próf í 4., 7. og 9. bekk próf í íslensku, stærðfræði og ensku (í 9.bekk) á þremur prófdögum. Samræmd próf voru í fyrsta sinn tekin rafrænt skólaárið 2016-2017.

Tilgangur prófanna er tvíþættur, annars vegar að gefa skólanum upplýsingar um stöðu nemenda í þessum greinum á landsvísu. Hins vegar að vera skólanum til leiðsagnar um hvaða þættir það eru í kennslunni sem betur mega fara. Í skólanum vinna umsjónarkennarar og sérkennarar með niðurstöður prófanna. Einnig er rætt um niðurstöður þeirra á einstaklingsfundum með foreldrum og nemendum.

Dagsetningar samræmdra prófa koma fram á skóladagatali.

Skimunardagatal í GRV