Náms- og starfsráðgjöf

 

Fríða Hrönn Halldórsfóttir er náms- og starfsráðgjafi við Grunnskóla Vestmannaeyja. Hún sinnir náms- og starfsráðgjöf í skólanum en er með aðstetur í Barnaskóla.                Netfangið hennar er frida@grv.is.  

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að vera talsmenn nemenda í skólanum, standa vörð um velferð nemenda og leita lausna í málum þeirra. Námsráðgjafar er bundnir þagnarskyldu um einkamál nemenda, að undanskyldum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002.

Námsráðgjafi er trúnaðarmaður og hagsmunavörður nemenda. Náms- og starfsráðgjafi skólans veitir nemendum persónulegan og félagslegan stuðning í námi og starfsvali. Hann veitir einnig ráðgjöf til foreldra, kennara og annarra starfsmanna skóla varðandi námsárangur, námstækni, félagsleg samskipti og vellíðan einstakra nemenda og hópa, auk þess kemur hann að vinnu í eineltis- og forvarnarmálum. Stuðningur námsráðgjafa felst meðal annars í því að leiðbeina um góð vinnubrögð og námsaðferðir, stuðla að því að nemendur búi við sem bestar aðstæður, veita stuðning og aðstoð við lausn vandamála, auka skilning á möguleikum í námi og starfi, stuðla að bættum samskiptum innan skólans og hlúa að forvarnarstarfi. Náms- og starfsráðgjafi heldur einnig utan um atvinnutengt nám fyrir nemendur á unglingastigi.

Námsráðgjöf er þjónusta fyrir alla nemendur skólans og geta þeir sjálfir leitað til námsráðgjafa auk þess sem foreldrar, kennarar og skólastjórnendur geta óskað eftir ráðgjöf fyrir nemendur. Forráðamenn geta pantað tíma í gegnum umsjónarkennara barnsins eða haft samabandi í gegnum netfangið: frida@grv.is