Félagslíf og aðrir fastir liðir

Fastir liðir í skólastarfi og félagslífi nemenda

  • Náttúruvísindadagar eru í öllum árgöngum. Á Náttúruvísindadögum sinna nemendur margvíslegum verkefnum sem öll miða að því að uppfylla námsmarkmið aðalnámsskrár í náttúruvísindum, sem eru náttúru-, eðlis- og efnafræði. Í 1. – 7. bekk er skipulagður einn útikennsludagur í mánuði en í 8. – 10. bekk eru tveir útikennsludagar að hausti.
  • Forvarnardagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.
  • ​Norræna skólahlaupið hefur verið hlaupið í tengslum við átakið Göngum í skólann.
  • Vinavika á haustönn hjá öllum nemendum í báðum skólum. Í þeirri viku er Græni dagurinn haldinn hátíðlegur, sá dagur er tileinkaður Olweusar áætluninni gegn einelti.
  • Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamála- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.
  • Spurningakeppni unglinga í frímínútum, úrslit á árshátíð nemenda.
  • Smiðjudagar á mið- og unglingastigi í lok nóvember þar sem í boði eru margvísleg verkefni m.a. leiklist, útivist o.fl. Dagarnir tengjast einnig undirbúningi fyrir árshátíð unglinganna.
  • Árshátíð unglingastigs í tengslum við smiðjudaga að hausti.
  • Jólaföndurdagur á yngsta stigi, einn dagur í desember. Nemendur úr 10. bekk aðstoða yngri nemendur við verkefni og föndur.
  • Jólasundmót í 5. og 6. bekk.
  • Litlu jól hjá öllum nemendum í báðum skólum (sjá skóladagatal www.grv.is).
  • Lífshlaupið. Hvatningarverkefni sem fer fram í febrúar ár hvert.
  • Öskudagurinn. Nemendur fara í mismunandi verkefni. Hver árgangur skipuleggur verkefni og vinnu fyrir daginn.
  • Maritafræðslan. Forvarnarfélagið "Hættu áður en þú byrjar" er samstarfsverkefni á milli IOGT á Íslandi og Samhjálpar. Aðalverkefni er svokölluð Maritafræðsla sem er verkefni sem fræðir börn, unglinga og foreldra þeirra um skaðsemi fíkniefna. Maritafræðslan fræðir einnig starfsmenn skóla og fyrirtækja um sömu mál
  • Stóra upplestrarkeppnin. Nemendur í 7. bekk taka þátt í stóru upplestrarkeppninni á hverju ári. Fyrst keppa nemendur við bekkjarfélaga sína, þ.e. 3-4 nemendur úr hverjum bekk eru valdir til að keppa um þátttöku í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar þar sem keppt er við nemendur úr skólum af austusvæði Skólaskrifstofu suðurlands, en þangað fara þrír nemendur frá GRV.
  • Dansdagurinn er haldinn hátíðlegur með dansatriði í miðbæ Vestmannaeyja í tengslum við Alþjóða dansdaginn 29. apríl ár hvert.
  • Víkingahátíð í 5. bekk. Mikil þemavinna og samþætting námsgreina er í gangi í kringum Víkingahátíðina í 5. bekk. Þar fléttast saman íslenska, samfélagsfræði, list- og verkgreinar í mjög svo skemmtilegu verkefni.
  • Skóladagurinn (sjá skóladagatal www.grv.is). Skóladagurinn er haldinn hátíðlegur í báðum húsum síðdegis á virkum degi (að lokinni hefðbundinni kennslu). Þann dag gefst foreldrum og öðrum velunnurum skólans tækifæri til að koma í skólann og skoða verkefni nemenda, setjast niður, drekka kaffi, neyta veitinga sem foreldrar nemenda í 9. bekkjar (í Bs) og 5. bekkjar (í Hs) hafa reitt fram og notið samvista við aðra.
  • UNICEF-hreyfingin er skemmtilegt verkefni fyrir allan skólann þar sem nemendur hljóta fræðslu um jafnaldra sína í öðrum heimshlutum og safna fé fyrir þurfandi börn um allan heim með því að stunda holla hreyfingu. 5. og 6. bekkur hafa tekið þátt í hreyfingunni undanfarin ár.
  • Örnefnagöngur. Nemendur skólans fara í örnefnagöngur með sínum umsjónarkennurum og bekkjarfélögum. Hver árgangur fer fyrirfram ákveðna leið og fær fræðslu um staðina á leiðinni. Þessar göngur hafa yfirleitt verið farnar á vorin.
  • Öðruvísi dagar á mið- og unglingastigi og Sólskinsdagar á yngsta stigi eru haldnir í lok skólaárs þar sem hefðbundið kennsluskipulag er brotið upp og ýmislegt gert til gamans.
  • Ólympíuleikar GRV eru haldnir á öðruvísi dögum fjórða hvert ár. Þeir voru síðast haldnir vorið 2013.
  • Vorfagnaður unglingastigs – lokaball.
  • Söngur á sal er mánaðarlega á yngsta stigi.
  • Nemendaferðir.
    5. bekkur – dagsferð, mismunandi eftir árum hvert er haldið.
    7. bekkur – skólaferðalag – ferð að Úlfljótsvatni.
    10. bekkur – skólaferðalag, mismunandi eftir árum hvað er gert.

Með bættum samgöngum við Eyjar er stefnt að því að nokkrum öðrum árgöngum gefist færi á dagsferðum, tengdum námi sínu á ári hverju.