Við Grunnskóla Vestmannaeyja er foreldrafélag starfandi sem hefur verið að auka þátttöku sína í skólastarfinu. Foreldrafélagið hefur t.d. komið að könnun á því meðal foreldra hvort það eigi að vera vetrarfrí á skóladagatalinu eða ekki. Einnig stóð félagið fyrir könnun á skólamat meðal foreldra og hefur staðið fyrir verkefnadegi þar sem t.d. er tekið til á skólalóðinni. Foreldrafélagið er með facebook síðu: https://www.facebook.com/groups/1646182595402315/
Markmið félagsins eru þessi:
- Vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum.
- Efla og tryggja gott samstarf foreldra og starfsfólks skólans.
- Styðja heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði.
- Koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál.
- Standa vörð um réttindi barna til mennta og aukins þroska.
Stjórnina skipa:
Sara Sjöfn Grettisdóttir, formaður
Halla Björk Hallgrímsdóttir, gjaldkeri
Helena Þorsteinsdóttir, ritari
Kolbrún Sól Ingólfsdóttir, stjórnarmaður
Styrmir Jóhannsson, stjórnarmaður
Thelma Kristjánsdóttir, varamaður
Aníta Óðinsdóttir, varamaður