Skólinn

Grunnskóli Vestmannaeyja hefur verið starfræktur frá haustinu 2006 en þá sameinuðust Barnaskóli Vestmannaeyja og Hamarsskóli. Haustið 2007 var svo skólanum aldursskipt þannig að nemendur í 1. – 4. bekk eru í Hamarsskóla og nemendur í 5. – 10. bekk eru í Barnaskóla.

Skóli hefst kl. 8:20 en bæði skólahúsin opna kl. 7:45. Skrifstofurnar eru opnar frá kl. 8:00-15:00 alla virka daga.

Símanúmer í Barnaskóla er 4882300 og í Hamarsskóla 4882200

Öll íþrótta- og sundkennsla fer fram í íþróttamiðstöð Vestmannaeyja.

Frístundaver er í Hamarsskóla. 

Í óveðri eru stjórnendur skólans alltaf í sambandi við lögreglu og ástandið metið, sjá viðmið hér. 

Einsi kaldi eldar fyrir nemendur og starfsfólk skólans og býðst foreldrum að kaupa heitar máltíðir fyrir börn sín alla daga vikunnar. Nemendum býðst einnig að vera í mjólkur áskrift í hádegi. 

Útiföt eru geymd í eða við stofur og skór í þar til gerðum skóhillum. Þau gögn eða eigur sem nemendur kjósa að hafa með sér í skólann eins og t.d. hjólatæki, iPod o.s.frv. eru ávallt á ábyrgð eiganda. Sama máli gegnir um fatnað og skó nemenda.