Haustið 2024 var Grunnskóla Vestmannaeyja skipt í tvær sjálfstæðar rekstrareiningar, GRV-Barnaskóla og GRV-Hamarsskóla. Eins og var áður en skólarnir voru sameinaðir í Grunnskóla Vestmannaeyja, GRV árið 2006. Skólarnir munu vinna áfram saman undir hatti GRV og fylgja sömu stefnum og áherslum.
Skólarnir eru aldursskiptir þannig að nemendur í 1. – 4. bekk eru í Hamarsskóla og nemendur í 5. – 10. bekk eru í Barnaskóla.
Skóli hefst kl. 8:20 en bæði skólahúsin opna kl. 7:45. Skrifstofurnar eru opnar frá kl. 8:00-15:00 alla virka daga.
Símanúmer í Barnaskóla er 4882300 og í Hamarsskóla 4882200
Öll íþrótta- og sundkennsla fer fram í íþróttamiðstöð Vestmannaeyja.
Frístundaver og Víkin 5 ára deild eru í Hamarsskóla.
Í óveðri eru stjórnendur skólans alltaf í sambandi við lögreglu og ástandið metið, sjá viðmið hér.
Einsi kaldi eldar fyrir nemendur og starfsfólk skólans og geta foreldrar skráð börn sín í heitar máltíðir alla daga vikunnar.
Útiföt eru geymd í eða við stofur og skór í þar til gerðum skóhillum. Þau gögn eða eigur sem nemendur kjósa að hafa með sér í skólann eins og t.d. hjólatæki, iPod o.s.frv. eru ávallt á ábyrgð eiganda. Sama máli gegnir um fatnað og skó nemenda.