Baráttudagur gegn einelti - vinadagur

Í tilefni Baráttudags gegn einelti, sem ber upp á laugardaginn 8. nóv., verður sérstakur vinadagur í GRV föstudaginn 7. nóvember.

Á þessum degi munu nemendur hitta vinaárganga sína og vinna saman að ýmsum verkefnum sem tengjast vináttu og samkennd. Nemendur í Barnaskóla munu heimsækja vinabekki sína í Hamarsskóla. Markmiðið er að efla jákvæð samskipti milli nemenda á ólíkum aldri og styrkja skólaandann.

Vinaárgangar eru eftirfarandi:

  • 1. og 6. bekkur
  • 2. og 7. bekkur
  • 3. og 8. bekkur
  • 4. og 9. bekkur
  • 5. og 10. bekkur

 

Dagskráin mun hefjast með vinaverkefnum í kennslustofum og enda með sameiginlegum samsöng í íþróttahúsinu þar sem áhersla verður lögð á vináttu.

Við hvetjum foreldra til að ræða við börnin sín um mikilvægi vináttu og virðingar í samskiptum við aðra, bæði í skólanum og utan hans.

Hér er skemmtilegt lag sem gefið var út í tilefni dagsins: https://sites.google.com/gskolar.is/dagur-gegn-einelti/?fbclid=IwAR1bybqFYFL6mBjGL-RmRxqEe2vdMD8nENPD0rxutdTg2fruICI3PtzEoXY