Föndurdagur í Hamarsskóla og smiðjudagar í Barnaskóla.

Föndurdagurinn í Hamarsskóla er 17. desember. 

Skóli hefst á hefðbundnum tíma, kl. 8:20.

Allir nemendur fara á þrjár föndurstöðvar, frá kl. 8:30 - 9:30, 10:10 - 11:10 og svo þriðja föndurstöðin klukkan 11:30 - 12:30. Skóla lýkur þennan dag klukkan 12:40. Ekki er leikfimi eða sund þennan dag en það verður matur í hádeginu fyrir þá nemendur sem eru skráðir í mat. Þeir nemendur sem eru á frístund fara þangað að skóla loknum.

Sem fyrr er foreldum boðið að taka þátt og vonandi sjáum við sem flesta, boðið verður uppá kaffisopa í matsal skólans þegar nemendur fara í frímínútur.

Hlökkum til að eiga góðan dag með foreldrum og nemendum. 

Smiðjudagar á miðstigi hefjast einnig þriðjudaginn 17. desember og verða þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Þá er hefðbundið skólastarf lagt til hliðar og nemendur fara í smiðjur sem þeir hafa valið sér. Margar fjölbreyttar og skemmtilegar smiðjur í boði. 

Skóli hefst kl. 8:00 og lýkur kl.12:00 þessa daga.