Setning Göngum í skólann, vinadagur og Ólympíuhlaup ÍSÍ.
Föstudagurinn 5. september er uppbrotsdagur, vinadagur.
Í þetta sinn fáum við heimsókn frá ÍSÍ og Göngum í skólann verkefninu verður startað hjá okkur í GRV. Formleg setning verður á gervigrasvelli Barnaskóla kl. 10:30. Ávarp frá ÍSÍ og fleiri aðilum.
Nemendur í Hamarsskóla heimsækja vinabekki í Barnaskólanum.
Vinaárgangarnir fara svo saman í íþróttahúsið (leggja af stað um kl. 10:40) og verða komnir fyrir upphitun sem er kl. 10:50 og hlaupið er kl. 11:00. Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir í hlaupið.
Í lok hlaups verða grillaðar pulsur og skóla lýkur kl. 12:00
Nemendur á frístund rölta aftur upp í skóla í fylgd kennara og stuðningsfulltrúa.
Í verkefninu Göngum í skólann er að vanda keppt er um gullskólinn á yngsta - og miðstigi og byrjar skráning á mánudeginum 8. september.