Skólahald með óbreyttum hætti til og með 8. desember.

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til 9. desember næstkomandi.  
Þetta þýðir að skólahald verður með óbreyttum hætti til og með 8. desember og við vonum að við fáum tilslakanir eftir það og getum klárað þessa önn með eðlilegri hætti. 
 

Við höldum áfram að vinna eftir þeim reglum sem í gildi eru og viljum gera það vel og komast hjá því að þurfa að senda nemendur og starfsfólk í sóttkví eða einangrun yfir jólahátíðina. Þess vegna reynum við að takmarka blöndun nemenda í bekkjum/árgöngum.

 

 

 • Grímuskylda kennara vegna nálægðar við nemendur gildir gagnvart nemendum í 8.-10. bekk, en ekki yngri nemendum.
 • Reglur um blöndun, fjölda, grímunotkun og nálægð gildi ekki á útisvæðum leik- og grunnskóla.
 • Um fjölda í íþrótta- og tómstundastarfi fari eftir leik- og grunnskólareglunum, blöndun nemenda er leyfileg í íþróttatímum. 
 • Nemendur í 1.-7. bekk eru undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkun sem og grímuskyldu.
 • Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í 1.-4. bekk í hverju rými og ekki fleiri en 25 í hverju rými í 5. -10. bekk. 
 • Þar sem ekki næst að halda 2 m. nálægðartakmörkunum í skólanum, þurfa nemendur í 8. -10. bekk að vera með grímur í skólanum. 
 • Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að nemendur í 8.-10. bekk og starfsfólk notist við andlitsgrímu.
 • Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til, þá beri þeir andlitsgrímur.
 • Aðrir en starfsmenn sem koma inn í grunnskóla, svo sem kennarar tónlistarskóla, starfsfólk skólaþjónustu og vegna vöruflutninga, skulu bera andlitsgrímur.

Þar sem ekki má blanda hópum eða hafa fleiri en 25 nemendur í sama rými á miðstigi sjáum við okkur ekki fært að bjóða upp á hádegismat á miðstigi. Nemendur þurfa því að mæta áfram með tvöfalt nesti. Annars fer skólahald á yngsta - og miðstigi eftir gildandi stundatöflu og er með nokkuð eðlilegum hætti. 

Skólahald á unglingastigi verður áfram með sama hætti, styttri kennslustundir með góðum pásum á milli þar sem nemendur geta hvílt sig á grímunotkun. Allir valáfangar falla niður. 

 

Bestu kveðjur,
Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri 

Jóladagatal GRV

Nemendum í Grunnskóla Vestmannaeyja langaði að lífga upp á tilveruna núna í desember.

Þeir ákváðu að gera jóladagatal og mun hver bekkur eiga sinn dag fram að jólum.

Á hverjum degi birtist nýr hlekkur þar sem verkefni, söngur, leikur og almenn gleði mun blasa við þeim sem opnar.

Nemendur teiknuðu myndirnar sem eru við hvern dag. 

Endilega fylgist vel með hér:

https://bit.ly/joladagatalgrv2020

Afrakstur tveggja flottra verkefna

Við í Grunnskóla Vestmannaeyja erum heppin að eiga frábæra kennara sem eru alltaf að finna leiðir til að bæta kennsluna og skólastarfið. Á mánudaginn á degi íslenskrar tungu opnuðu tveir kennarar, þær Snjólaug Árnadóttir og Unnur Líf Ingadóttir heimasíðu sem heitir Út fyrir bókina. Þær hafa haldið úti facebook síðu með lifandi og skemmtilegum verkefnum sem miða að því að fara með kennsluna "út fyrir bókina". Við óskum þeim innilega til hamingju með þessa flottu heimasíðu og hvetjum ykkur til að skoða hana hér: https://utfyrirbokina.is/

Í vikunni kom einnig út íslensk/pólsk barnaorðabók sem Marta Sigurjónsdóttir sérkennari var að gefa út, GRV fékk eintak að gjöf og þessi bók á eftir að nýtast vel í nýbúakennslu í skólanum og vonandi í fleiri skólum. 

Bæði þessi verkefni fengu styrk frá Vestmanneyjabæ, en í ár var stofnaður þróunarsjóður leik- og grunnskóla til að stuðla að þróunar -og nýsköpunarstarfi í leik- og grunnskólum. Einnig fékk verkefnið, Út fyrir bókina hvatningarverðlaun fræðsluráðs fyrr í sumar.

Afrakstur þessara kennara sýnir hversu mikilvægt framtak það er að styðja við og hvetja áfram það góða starf sem fram fer í grunn- og leikskólum Vestmannaeyjabæjar.  

Breytingar á skólahaldi á mið- og unglingastigi

Breytingar á unglingastigi taka gildi á morgun fimmtudag.  

Stundatafla nemenda breytist örlítið og í einhverjum tilfellum styttist skóladagurinn hjá þeim. Nemendur munu fá meiri "pásur" milli kennslustunda t.d. til að fara út á skólalóð og hvíla sig á grímunni. Íþróttatímar verða með hefðbundnum hætti í íþróttahúsinu.

Valgreinar falla áfram niður á meðan takmarkanir eru í gildi. 

Grímuskylda er enn í gildi innandyra á unglingastigi þar sem ekki næst að viðhalda 2m reglunni og hámarksfjöldi í hverju rými er 25. 

 

Nemendur í 5. -7. bekk mæta í skólann eftir hefðbundinni stundatöflu á mánudaginn. Hádegismatur verður áfram ekki í boði á meðan takmarkanir eru í gildi, nemendur þurfa að taka með sér tvöfalt nesti.

Íþrótta - og sundtímar verða í íþróttahúsi og byrja þeir tímar á morgun fimmtudag, nemendur þurfa að mæta með íþrótta-/sundföt. 

Grímuskylda og 2m regla hefur verið felld úr gildi hjá nemendum í 5. -7. bekk. En áfram þarf að halda hámarksfjölda í 25 í hverju rými. 

 

Anna Rós Hallgrímsdóttir

Skólastjóri GRV

Varðandi skólahald á morgun miðvikudaginn 18. nóvember.

Ný reglugerð um takmarkanir á skólahaldi tekur gildi á morgun 18. nóv. Hún felur ekki í sér miklar breytingar frá fyrri reglum, nema að skólaíþróttir verða aftur heimilar og grímuskylda hjá 5.-7. bekk fellur niður. 

Hins vegar er enn nokkrum spurningum ósvarað og verður þess vegna skólahald með óbreyttum hætti á morgun miðvikudag.

Athugið samt sem áður að:

 • Nemendur í 8. -10. bekk þurfa áfram að mæta með grímur í skólann. 
 • Nemendur í 5. -7. bekk þurfa ekki að mæta með grímur í skólann.

 • Nemendur í 1.-4. bekk fara í íþróttir í íþróttahúsinu á morgun og þurfa þess vegna að taka með sér íþrótta/sunddót. 

Breytingar á skólahaldi í 5.-10. bekk eru væntanlegar fimmtudaginn 19. nóv. og upplýsingar varðandi það verða gefnar út á morgun. 

 

Anna Rós Hallgrímsdóttir

Skólastjóri GRV.