Óveður - ófærð

Stefna skólans er að leggja ekki niður skólahald nema brýna nauðsyn beri til.

Lokanir/frestun skólastarfs miðast við litakerfi Veðurstofu og samráð við lögreglu. Skólastjóri tekur ákvörðun um lokun eða skerðingu á starfsemi í samráði við bæjarstjóra og/eða framkvæmdastjóra sviða.

Ef fella á niður skólastarf skulu þær ákvarðanir miðast við útgefna litakóða Veðurstofu Íslands og Almannavarna.

Þegar um gula viðvörun er að ræða verða stofnanir opnar.

Ef um appelsínugular viðvaranir er að ræða eru stofnanir alla jafna opnar og skólastarf óskert. Foreldrar/forráðamenn meta hvort börn þeirra mæti í skólann, ber þá að tilkynna forföll til ritara/umsjónarkennara strax að morgni. Bæjaryfirvöld ákveða, eftir samráð við lögreglu, hvort til lokana þarf að koma.

Ef um rauða viðvörun er að ræða, er skólastarf fellt niður og stofnanir lokaðar skv. tilmælum lögreglu og Almannavarna.

Alltaf er starfsfólk til staðar í skólanum til að taka á móti þeim sem komast. Í hvert skipti verður metið hvort nemendur geti farið fótgangandi á milli skólahúss og íþróttahúss. Ef óveður (appelsínugul eða rauð viðvörun) skellur á meðan nemendur eru í skólanum þá er nemendum skólans ekki hleypt heim nema foreldrar sæki þá eða tryggi börnum sínum örugga heimferð á annan hátt. Nemendum er tryggð aðstaða í skólanum svo lengi sem þarf. Foreldrar bera ábyrgð á ferðum nemenda við upphaf og lok skóla og mikilvægt er að fylgjast vel með tilkynningum frá skóla á óveðursdögum.