Starfsdagur og foreldraviðtalsdagur

Mánudaginn 3. febrúar er starfsdagur og frí hjá nemendum.

Þriðjudaginn 4. febrúar er foreldraviðtalsdagur og þá mæta nemendur í viðtal hjá umsjónarkennara. Skráningar í foredraviðtal fer fram á námfús.

Smellið á þessa flís. 

Í foreldraviðtalinu er farið yfir líðan og námslega stöðu.

Á heimasíðu skólans www.grv.is undir Foreldrar - Námfús má finna:
Upplýsingar sem geta hjálpað foreldrum/forráðamönnum í kerfinu Námfús. Þar má meðal annars finna hvernig má nálgast námsmat svo hægt sé að skoða það fyrir viðtölin.