Vinavika og baráttudagur gegn einelti

Í síðustu viku var vinavika í skólanum. 

Í tilefni hennar var unnið með margt skemmtilegt. Allir bekkir unnu með gildi GRV: GLEÐI – ÖRYGGI – VINÁTTA  og ræddu mun á einelti og samskiptavanda.

Á mánudeginum var ruglusokkadagur, þriðjudeginum íþróttabúningadagur og á föstudeginum kósýfata dagur þann dag var spiluð róleg tónlist og lesið á göngum milli kl. 8:00 - 8:15.  

Starfsfólk skólans bauð svo nemendum upp á nýbakaðar pönnukökur.

Fimmtudaginn 8. nóvember var baráttudagur gegn einelti og héldum við upp á þann dag í GRV. Vinabekkir hittust í Barnaskólanum og áttu saman góðan tíma við að vinna ýmis verkefni. 

Í báðum skólum hófst vinna við sameiginleg verkefni sem fara upp á veggi í báðum skólahúsnæðum. Í Barnaskóla voru unnin stór hjörtu með köllum sem nemendur skreyta með mismunandi fánum og í Hamarsskóla verður gert verk úr gildum skólans.

Endilega skoðið myndir frá vinavikunni hér.

 

 

 

Foreldrafundadagur 7. nóvember og foreldrakönnun

Miðvikudaginn 7. nóvember er foreldrafundadagur, þann dag mæta nemendur með foreldrum sínum í viðtal til umsjónarkennara.

Enginn skóli er þennan dag.

Foreldrar bóka foreldraviðtal á mentor, hér má sjá leiðbeiningar um hvernig það er gert: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM

Könnun um vetrarfrí GRV hefur verið send í pósti til foreldra og óskum við eftir svörum við henni. 

Starfsdagur og vetrarfrí

Mánudaginn 22. október er starfsdagur í GRV og ekki skóli þann dag.

23. - 26.október er vetrarfrí. 

Sjáumst hress og kát mánudaginn 29. október kl. 8:00

Fréttir úr skólastarfi

Síðan skólinn fór af stað hefur verið mikið um að vera í skólanum.

Skólaárið byrjaði með átakinu Göngum í skólann sem var frá 5. sept. - 10. október. Keppni um gullskóinn á yngsta- og miðstigi var í tvær vikur á þessu tímabili og voru það 4. SJ og 7. AP.  Nemendur stóðu sig vel í þessu átaki og það sást á því hve margir komu á hjólum eða gangandi á mun minni umferð við skólann.

Náttúruvísindadagar á unglingastigi voru 12. og 13. september. Nemendur voru heppnir með veður og gerðu mörg skemmtileg verkefni í náttúru Vestmannaeyja.

Samræmduprófin í 4. og 7. bekk voru í lok september og gekk fyrirlögn vel og eru niðurstöður eru væntanlegar um mánaðarmótin okt/nóv. 

GRV bauð nemendum í 9. og 10.bekk á myndina Lof mér að falla, unnið var með efni myndarinnar í bekkjum ásamt því að lögreglan heimsótti nemendur í 10.bekk, þar sköpuðust miklar og góðar umræður um mikilvægt málefni.

GRV ásamt foreldrafélagi GRV bauð öllum foreldrum og forráðarmönnum í Vestmannaeyjum uppá fræðsluerindi mánudaginn 15. október um skjánotkun barna og unglinga. 89 manns komu. Við þökkum kærlega fyrir mætinguna. Einnig fengu nemendur á miðstigi og unglingastigi fyrirlestur um skjánotkun. 

Skólabyrjun

Grunnskóli Vestmannaeyja var settur fimmtudaginn 23. ágúst.

Skólasetningin var að þessu sinni í íþróttahúsinu fyrir 2. -10. bekk. Anna Rós skólastjóri ræddi við nemendur og foreldra og Jarl tók skólasönginn okkar, Gleði, öryggi og vinátta við ágætar undirtektir.

Það var fjölmennt á setningunni og ekki annað að sjá en nemendur og foreldrar væru tilbúnir í veturinn.

Skólasetning fyrir fyrsta bekk var föstudaginn 24. ágúst og þar var hópur af spenntum nemendum tilbúin í fyrsta skóladaginn.

Skóli hófst í morgun hjá 5. -10.bekk, val í unglingadeild hefst þó ekki fyrr en í næstu viku.