Vel heppnað málþing um Kveikjum neistann og opnun á sýningu hjá 2. bekk

Málþing í tengslum við þróunar- og rannsóknarverkefnið Kveikjum neistann var haldið í Sagnheimum síðastliðinn föstudag. Tilgangurinn með því var m.a. að meta árangurinn af verkefninu eftir fyrsta árið og ræða þær áskoranir sem liggja fyrir. 

Í hléi opnaði mennta- og barnamálaráðherra listasýningu nemenda í 2. bekk í Einarsstofu ásamt fjórum nemendum. Ber hún yfirskriftina Jurtir í Vestmannaeyjum. Sýningin tengir saman Kveikjum neistann og farandsýninguna Solander 250 sem sænska sendiráðið stendur fyrir í samvinnu við sveitarfélög víðsvegar um land. Sænski sendiherrann var viðstaddur opnunina og færði nemendum gjöf í þakklætiskyni.
Málþingið var afar vel sótt enda einstaklega áhugaverð dagskrá með frábærum fyrirlestrum sem vonandi kveiktu neistann hjá öllum þeim sem höfðu tök á að mæta og þeim sem horfðu á í beinu streymi.
Þeir sem höfðu ekki tök á að mæta eða horfa á málþingið í beinu streymi geta nálgast upptöku af því hér: https://youtu.be/gqT7cE_6zZ0
Þá eru allir hvattir til að kíkja í Safnahúsið og skoða listasýningarnar Von og Jurtir í