Val á unglingastigi

Nú er komið að því að nemendur í 7.- 9. bekk þurfa að velja sér valgreinar fyrir næsta skólaár.

Ný valbók hefur verið sett upp sem auðvelda ætti nemendum valið.

Hægt er að skoða valbókina hér:  Valgreinar 2023-2024

Valgreinar eru hluti af skyldunámi nemenda í 8. 9. og 10. bekk. Nemendur velja sjálfir námsgreinar sem svarar 6 kennslustundum á viku.

Með því að bjóða upp á val er stefnt að því að laga námið að áhuga og þörfum nemenda.

Aðstoðarskólastjóri og deildarstjóri unglingastigs munu ganga í bekkina og kynna valgreinar næsta skólaárs á næstu dögum. Einnig er mælt með því að nemendur afli sér upplýsinga um valgreinarnar og ræði við umsjónarkennara, deildarstjóra, námsráðgjafa eða aðstoðarskólastjóra ef einhver vafaatriði koma upp.

Nemendur velja á rafrænan hátt í gegnum Google forms og fá slóðina senda í pósti. 

Foreldrar eru hvattir til að aðstoða sitt barn við valið.