Upplestur og áheitasöfnun nemenda í 10.bekk.

Nemendur í 10. bekk í Grunnskóla Vestmannaeyja safna áheitum til að fjármagna skólaferðalag þeirra í vor.
Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá eldgosinu á Heimaey munu nemendur í 10. bekk flytja fréttatexta og viðtöl sem hljómuðu í Ríkisútvarpinu þann 23. janúar, árið 1973. Lesturinn fer fram á heila og hálfa tímanum í tæpan sólarhring í u.þ.b. 10 mínútur í hvert skipti.
Lesturinn byrjar 01:30 á aðfaranótt mánudags og mun hann standa til 19:00. Lesturinn fer fram í Eldheimum og verður hann í beinu streymi.
Við biðjum þig um að heita á okkur í árgang 10.bekkjar GRV - öll framlög vel þegin.
Bestu þakkir árgangur 2007.
Bankaupplýsingarnar:
Kt: 681088-7339
Banki: 0185-05-405752
Barnaskóla Vestmannaeyja

 

Hér má finna hlekk á beint streymi: https://youtu.be/psQH4V0xIRs