- Skólinn
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
Nú höfum við í GRV verið á fullum krafti í spjaldtölvuinnleiðiningu síðustu ár og núna eru allir nemendur komnir með sinn ipad eða chromebook til þess að nota í skólanum. Þetta verkefni hefur gengið vel hjá okkur.
Einn stærsti kosturinn við að allir nemendur séu komnir með tæki í skólanum, er að þá þurfa þau ekki að koma með tæki að heiman og í raun er engin þörf fyrir önnur snjalltæki í skólanum. Þess vegna höfum við ákveðið að stíga það skref að breyta símareglunum okkar þannig að snjalltæki í einkaeign verði óheimil í skólanum.
Það verður sem sagt ekki heimilt að vera með síma í skólanum.