Uppbrot í næstu viku

Í næstu viku ætlum við að brjóta aðeins upp hefðbundna kennslu og skóla mun ljúka fyrr en vanalega.

Á miðvikudag er öskudagur og þá er skóli búinn fyrr hjá yngsta- og miðstigi. Þetta er uppbrotsdagur þar sem nemendur mega mæta í búningum og eftir hádegismat fara þeir nemendur sem vilja í bæinn að syngja í verslunum. Hvetjum nemendur til að fara saman.

Fimmtudagur og föstudagur eru skertir dagar.

Þessa daga verða fjölgreindaleikar hjá 1. -7. bekk og skóla lýkur kl. 11:30.

Leikarnir byggja á hugmyndum/kenningum Howards Gardners um fjölgreindirnar þar sem gengið er út frá því að allir séu góðir í einhverju og að allir eigi að fá tækifæri til að fást við það sem þeir eru sterkir í. Með fjölgreindaleikum er verið að búa til skemmtilegan viðburð þar sem nemendur og starfsfólk eiga góða daga við leik og skemmtun.

Í 8. og 9. bekk verða starfsfræðsludagar þar sem nemendur fá að kynnast hinum ýmsu starfsgreinum og á föstudaginn kl. 10:45 verða kynningar á verkefnum nemenda og eru foreldrar velkomnir. Skóla lýkur 11:30

10. bekkur er í starfskynningu þessa tvo daga, þau eiga öll að vera búin að finna sér starf, ef ekki þá þarf að vera í sambandi við umsjónarkennara og/eða Ágústu ráðgjafa.

Athugið að það er ekki hádegismatur fimmtudag og föstudag, nema fyrir þá nemendur sem fara á Frístund ( skráning mun fara fram á fb síðu frístundar).

--------------------------

Next week we are going to break up the traditional teaching a little and school will end earlier than usual.

Wednesday is Ash Wednesday, and then school ends earlier for 1st. -7th graders. This day students can come in costumes and after lunch the students who want to, can go into town to sing in the shops. Let's encourage students to go together in groups.

Thursday and Friday

These days there will be multi-intelligence games for 1st - 7th graders. School ends at 11:30.

The games are based on Howard Gardner's ideas/theories about multiple intelligences, where it is assumed that everyone is good at something and that everyone should have the opportunity to deal with what they are strong at. With multi-intelligence games, a fun event is being created where students and staff have a good time playing and having fun.

In the 8th and 9th grades, there will be job promotion days where students will get to know the various professions and on Friday at 10:45 there will be presentations of the students' projects and parents are welcome. School ends at 11:30

The 10th grade is in a job presentation these two days, they should all have found a job, if not then you need to be in contact with the supervising teacher and/or Ágústu guidance counselor.

Note that there is no lunch on Thursday and Friday, except for those students who go to Fristund (registration will take place on the fb page of Fristund).