Þemavika og skóladagur í Hamarsskóla

Dagana 2. - 5. maí munu nemendur í Hamarsskóla taka áhersluna af námsbókunum og vera með þemadaga, þar sem þemað er ævintýri. 

Fimmtudaginn 5. maí verður Skóladagur Hamarsskóla frá kl. 16:00 - 18:00, þar sem afrakstur þessara daga og vinna nemenda verður til sýnis.

Hver og einn árgangur verður að auki með atriði á sal, tímasetningar á því verða auglýstar síðar.

4. bekkur verður með grillaðar pulsur til sölu á vægu verði í fjáröflunarskyni. Kennarar og nemendur sýna ykkur skólann, kennslustofurnar og öll þau skemmtilegu verkefni sem þau hafa unnið í vetur.

Mikið rosalega hlökkum við til að sjá ykkur.