Þemadagar og skóladagur Hamarsskóla

Þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag eru þemadagar í Hamarsskóla. Þá eru nemendur að vinna að ákveðnum þemaverkefnum sem verða svo til sýnis á skóladeginum.

Skóladagur Hamarsskóla verður fimmtudaginn 20. febrúar frá kl. 16:30-18:30.

4. bekkur verður með veitingasölu til að safna sér í ferðasjóð. 

Þemadagarnir eru skertir dagar og skóla lýkur milli kl. 12:00 og 12:20. Nánari tímasetningar koma frá umsjónarkennurum. 

Hádegismatur er í boði þessa daga og íþróttir og sund halda sér.