Sumarlestur Bókasafns Vestmannaeyja og GRV

Hinn árlegi Sumarlestur er að byrja á Bókasafninu! Skráning í Sumarlesturinn hefst þessa viku (22.-26. maí) en einnig er hægt að skrá sig í allt sumar. Skráning fer fram á Bókasafninu. Bókasafnið er komið í víkingabúning og er m.a. hægt að sigla á víkingaskipi! Sjón er sögu ríkari. Öll velkomin. Opið alla virka daga 10-17. 😊