Sigurverarar í upplestrarkeppninni: Ingi Gunnar, Sigrún Gígja, Magdalena og Heiðmar Þór.
Stóra upplestrarkeppnin-upplestrarhátíð í skóla
Stóra upplestrarkeppnin er haldin í 7. bekk ár hvert og hefst undirbúningur á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember og lýkur í febrúar/mars.
Í fyrstu eru nemendur valdir úr hverjum bekk til að taka þátt í upplestarkeppni innan skólans, sú keppni var haldin í Tónlistarskólanum í gær.
Áður en upplestur hófst flutti Lovísa Ingibjörg Jarlsdóttir lagið Don‘t worry be happy á saxafón. Þá lásu 13 hæfileikaríkir lesarar part úr sögunni Leyndardómur ljónsins eftir Brynhildi Þórarinsdóttur og ljóð eftir Þórarin Eldjárn. Það kom í hlut dómnefndar, sem skipuð var Helgu Sigrúnu Þórsdóttur, Hjalta Enok Pálssyni og Kára Bjarnasyni, að velja þá þrjá nemendur sem keppa fyrir hönd skólans í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin verður um miðjan apríl á Kirkjubæjarklaustri.
Allir keppendur stóðu sig virkilega vel og höfðu greinilega æft sig vel fyrir keppnina. Það var ekki auðvelt fyrir dómnefndina að velja þá þrjá nemendur sem koma til með að keppa fyrir hönd GRV í lokakeppninni. Þeir nemendur sem urðu fyrir valinu eru Magdalena Jónasdóttir, Heiðmar Þór Magnússon og Sigrún Gígja Sigurðardóttir og þá var Ingi Gunnar Gylfason valinn sem varamaður.