Stofnun minningarsjóðs

Stofnaður hefur verið sjóður til minningar um Sigurlás Þorleifsson fyrrverandi skólastjóra GRV, en í apríl voru komin 5 ár síðan hann féll frá.

Það er fjölskylda Sigurlásar sem stendur að stofnun sjóðsins en varsla og umsjá er í höndum skólastjóra GRV.

Undanfarin 5 ár hefur fjölskylda Sigurlásar gefið peningagjöf við útskrift 10. bekkjar, til þeirra nemenda sem hafa sýnt mestar framfarir í námi og í einhver skipti til sigurverara upplestrarkeppninnar í 7. bekk.

Fjölskyldan hugsar þennan sjóð sem stuðning við það góða starf sem fram fer í Grunnskóla Vestmannaeyja og öllum er frjálst að setja framlag í sjóðinn.

Hér má finna reikningsupplýsingar:

0133-15-3783

Kt. 681088-7339

 

Við í GRV erum virkilega þakklát og þykir vænt um að þessi sjóður sé til í hans nafni.