Starfsdagur á þriðjudag og skólahald með nokkuð eðlilegum hætti á miðvikudag.

Þriðjudaginn 6. apríl er starfsdagur og frí hjá nemendum.

Samkvæmt nýrri reglugerð um skólahald, verður skólahald með nokkuð hefðbundunum hætti strax á miðvikudag, samkvæmt stundatöflu nemenda.

Í raun eru litlar breyingar frá þeim reglum sem voru í gildi áður en skólum var lokað fyrir páska. 

Nýjustu takmarkanir.

  • Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkun og grímuskyldu.
  • Hámarksfjöldi starfsmanna er 20 manns í rými og þeir mega fara milli rýma.
  • Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli og gagnvart nemendum en nota grímu ella.
  • Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi.
  • Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 og blöndun milli hópa innan sama skóla er heimil.
  • Heimilt er að víkja frá fjöldatakmörkunum í sameiginlegum rýmum skóla að því gefnu að starfsfólk noti grímur.
  • Aðrir sem nauðsynlega þurfa að koma inn í skólabyggingar skuli nota andlitsgrímur og virða nálægðartakmörk.
  • Sömu reglur gilda um frístundarheimili og félagsmiðstöðvar. 

 

Hér má finna reglugerðina: https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Rg%20um%20takm%c3%b6rkun%20%c3%a1%20sk%c3%b3lastarfi%20vegna%20fars%c3%b3ttar_hreint%20lokaskjal.pdf