Smiðjudagar á unglingastigi eru dagana 11. -13. mars og árshátíð fimmtudaginn 13. mars.
Nemendur hafa valið sér smiðjur og hér er hægt að sjá hver er í hvaða smiðju og hóp og hvert hann á að mæta. Allir eiga að mæta kl. 9:00 þessa daga nema leiksskólasmiðjan sem á að mæta kl. 8:20
Smiðjudagar enda á árshátíð fimmtudagskvöldið 13. mars kl. 18:30. Miðasala fer fram hjá ritara mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Miðinn kostar 6500 krónur. Föstudaginn 14. mars mæta nemendur í 8.-9. bekk í skólann kl. 9:20
Fjölgreindaleikar hjá 1. - 7. bekk.
Leikarnir byggja á kenningum Howards Gardners um fjölgreindirnar þar sem gengið er út frá því að allir séu góðir í einhverju og að allir eigi að fá tækifæri til að fást við það sem þeir eru sterkir í. Með fjölgreindaleikum er verið að búa til skemmtilegan viðburð þar sem nemendur og starfsfólk eiga góða daga við leik og skemmtun.
Nemendur vinna saman í liði og leysa margar skemmtilegar þrautir saman, bæði í Hamarsskóla og Íþróttahúsinu. Nemendur í 7. bekk eru fyrirliðar og sjá um að halda vel utan um hópinn sinn. Hvert lið fær svo stig á hverri stöð og einnig fá fyrirliðar stig. Í lokin eru svo veitt verðlaun fyrir stigahæsta liðið og stigahæstu fyrirliðana.
Skóla lýkur 11:30 á fjölgreindaleikunum. Athugið að ekki er hádegismatur þessa daga nema fyrir þá nemendur sem eru á Frístund.
Ekki er þörf á að taka skólatösku eða íþróttadót, lítill bakpoki með nesti er nóg.
Hér má sjá skemmtilegt myndband frá leikunum 2023
https://www.facebook.com/grunnskolivestmannaeyja/videos/1419954472077757/