Smiðjudagar og árshátíð á unglingastigi

Smiðjudagar á unglingastiginu verða dagana 16. - 18. mars (þriðjudag-fimmtudag).

Nemendur hafa valið sér smiðjur eftir áhugasviði, sumir eru í sömu smiðjunni alla þrjá dagana, aðrir völdu sér þrjár mismunandi smiðjur. Smiðjurnar eru margar og mismunandi til dæmis: Árshátíðarsmiðja, útvarps- og fjölmiðlasmiðja, stuttmyndasmiðja, tónlistarsmiðja, bakstur og kökuskreytingar, golfsmiðja, skartgripasmiðja, rólegheitarsmiðja, brjóstsykurssmiðja, pastelnámskeið og rafíþróttasmiðja svo eitthvað sé nefnt.
Nemendur þurfa að koma með nesti á smiðjudögum og klæðnaður fer eftir því hvað er gert í smiðjunum. Viðvera í skólanum er frá kl. 8:20-12:40, tímar falla niður eftir hádegi. Hádegismatur er á sínum tíma. Hægt verður að kaupa nesti í félagsaðstöðunni.
Flestar smiðjurnar eru staðsettar í skólanum og byrja kl. 8:20 en leikhússmiðja mætir í leikhúsið, tónlistarsmiðja mætir kl. 8:30 í tónlistarskólann, samfélagsmiðla- og útvarpssmiðja mæta og D&D mæta í Féló, golfsmiðja mætir í Golfskálann, rafíþróttir mæta í þeirra húsnæði á Herjólfsgötunni og listasmiðjurnar mæta niður í Hvítahús.

Árshátíð unglingastigsins verður fimmtudaginn 18. mars í Höllinni.

Árshátíðarsmiðjan sér um dagskrána, Einsi Kaldi sér um matinn og Páll Óskar mætir á svæðið og verður með ball.

Húsið opnar 18:30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 19:00, sjoppa verður á staðnum. Miðinn á árshátíðina kostar 4500 kr. Hægt verður að kaupa miða hjá Línu ritara til kl. 15:00 á fimmtudag. Nemendur mæta kl. 9:20 í skólann á föstudeginum 19. mars.