Smiðjudagar á miðstigi

Dagana 14. -16. desember eru smiðjudagar á miðstiginu. Nemendur hafa valið sér smiðjur og eru þeir í tveimur smiðjum á dag, Nemendur fá að vita í dag, mánudag í hvaða smiðjum þeir eru og er mikilvægt að foreldrar fylgist með því. 
Þessa daga þurfa nemendur einungis að hafa með það sem þarf í þær smiðjur sem þeir hafa valið sér, bakpoka og nesti. Viðvera í skólanum þessa daga er frá kl. 8:20-12:30 og íþróttatímar (og sund) falla því niður.

Þar sem um óhefðbundna skóladaga er að ræða er mæting í mat oft dræm og mikil matarsóun. Enginn hádegismatur verður því þessa þrjá daga fyrir miðstigið. Gjaldið verður dregið frá kostnaði ykkar á skólamáltíðum í janúar. Ef tilkynna þarf forföll nemanda þessa daga vinsamlegast sendið póst á umsjónarkennara, deildarstjóra miðstigs svanhvit@grv.is og Sigurlínu ritara: sigurlina@grv.is