Skólahlaup ÍSÍ

Föstudaginn 2. september munu nemendur GRV taka þátt í Skólahlaupi ÍSÍ.

Nemendur eru því beðnir um að mæta með góða skó til að geta hlaupið/gengið í og auðvitað í viðeigandi íþróttafatnaði.

Upphitun hefst kl. 10:00 og hlaupið er ræst kl. 10:20. Við hvetjum foreldra sem hafa tök á, að hlaupa með eða mæta til að hvetja börnin áfram.

 

Nemendur í 7. og 8. bekk mæta með sundföt þennan dag og fara í sund/pottana öll saman í staðinn fyrir íþróttatímann þennan dag beint eftir hlaup.

7. bekkur fer síðan í lotur kl 11.40.

Aðrir nemendur fara aftur upp í skóla að hlaupi loknu.

Nemendur í akademíu mæta í sinn tíma kl. 13:10-14:10.

 

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hlaupaleiðirnar.

1.- 2. bekkur hleypur gula leið

3.- 7. bekkur hleypur rauða leið (Þeir nemendur sem vilja hlaupa bláa leið mega það)

8. - 10. bekkur hleypur bláa leið

Blá leið byrjar, síðan rauð leið og síðan fer gul leið.

  • Brautarverðir verða á hlaupaleiðum til þess að vísa rétta leið
  • Vatnsstöð verður við kyndistöð fyrir þá sem hlaupa 5 km
  • Ávextir verða í boði í lok hlaups