Skóladagur Hamarsskóla verður fimmtudaginn 26. janúar frá kl. 17:00 til 19:00.
Nú standa yfir þemadagar í skólanum þar sem þemað er eldgosið á Heimaey. Afrakstur þemadaganna verður til sýnis á skóladaginn, opið verður inn á Víkina og 4. bekkur mun sjá um veitingasölu í matsalnum. Verið hjartanlega velkomin!