Skóladagatal 2025-2026 er tilbúið og má sjá það hér
Einnig má hér finna sameiginlegt skóladagatal leik- og grunnskóla og frístundar fyrir næsta skólaár.
Vetrarleyfi fyrir skólaárið 2025-2026 var ákveðið eftir niðurstöður könnunar sem gerð var í haust í kjölfar vetrarleyfis haustið 2024.
Niðurstöður voru ekki afgerandi en farið var eftir meirihluta.
74,8 % foreldra sögðust vetrarleyfið ekki hafa nýst illa eða mjög illa.
43,1 % foreldra vildu eitt langt vetrarfrí og 50,9 % vildu eitt langt á haustönn.
90,9 % nemenda sögðust vetrarleyfið hafa nýst sér vel eða mjög vel.
56,7% nemenda vildu eitt langt vetrarleyfi og 77,3% vildu þá vetrarleyfi á haustönn.
Hér má sjá niðurstöðurnar.