Öskudagur

Á morgun miðvikudag er öskudagur og við höldum upp á hann að venju hér í GRV og fylgjum að sjálfsögðu öllum sóttvarnarreglum. 

Nemendur á mið - og yngsta stigi eru hvattir til að mæta í búningum en athugið að leikfangavopn eru ekki leyfileg.

Yngstu nemendur fara í íþróttahúsið í leik og söng og fá að slá Köttinn úr tunnunni. Á miðstigi verður ýmiskonar uppbrot fyrir nemendur en á unglingastigi er hefðbundinn skóli,  nema að skóladagurinn verður styttri.

Skóladeginum lýkur kl. 12:30 og við hvetjum nemendur til að fara saman í bæinn að syngja. 

Nemendur sem vanalega fara í sund eða leikfimi á miðvikudögum þurfa ekki að koma með föt í slíkt þennan dag.