Ólympíuhlaup ÍSÍ á föstudag.

Föstudaginn 3. september mun skólinn taka þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ.

Undanfarin ár hefur þetta verið upphafið á Göngum í skólann átakinu, sem reyndar núna hefst ekki fyrr en 8. sept.

Sökum aðstæðna ætla skólastigin hlaupa á mismunandi tímum.

  • Elsta stig (8. - 10. b.) leggja af stað klukkan 11:00.
  • Miðstigið (5.,-7. b.) leggja af stað klukkan 11:15.
  • Yngsta stigið (1. - 4. b.) leggja af stað klukkan 11:30.

 

Þessi dagur er uppbrotsdagur hjá okkur í skólanum og því skólalok með öðrum hætti en venjulega.

Skóla er í raun lokið hjá nemendum á yngsta og miðstigi eftir hlaup.

Nemendur á yngsta stigi fara hins vegar með kennurum sínum upp í skóla og í hádegismat og nemendur á Frístund fara að sjálfsögðu á Frístund.

Nemendur á miðstigi sem eru skráðir í hádegismat eru hvattir til að fara í mat að hlaupi loknu og svo heim.

Nemendur á unglingastigi ( ekki akademía) fara í íþróttatíma (pottana) strax eftir hlaup.

Nemendur í akademíu mæta í sinn tíma kl. 13:10-14:10.

Undanfarin ár höfum við hvatt foreldra til að taka þátt með okkur í hlaupinu, því miður gengur það ekki í ár, en endilega fylgist með og hvetjið á hliðarlínunni.

 

Hér má sjá hlaupaleiðirnar

Yngsta stig hleypur gula leið

Miðstig hleypur rauða leið

Unglingastig hleypur bláa leið