Nú liggja fyrir úrslit í teiknisamkeppni 4. bekkinga en um er ræða keppni sem haldin er í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn ár hvert. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, tók þátt í valinu á verðlaunamyndunum líkt og undanfarin ár og hafði hann sérstaklega orð á því hve gaman væri að sjá vinnuna og metnaðinn sem nemendur leggja í myndir sínar.
Yfir 1.200 myndir bárust í keppnina frá 70 skólum um land allt og var einkar ánægjulegt að sjá nýja skóla bætast á lista yfir þátttakendur. Eftir mikið og krefjandi starf dómnefndar voru að lokum tíu verðlaunamyndir valdar og skólastjórnendum í viðkomandi skólum færð gleðitíðindin. Verðlaunahöfum eru veitt viðurkenningarskjöl fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá Mjólkursamsölunni. Verðlaunaféð rennur óskipt í bekkjarsjóð teiknaranna og getur bekkurinn nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag saman og efla liðsheild í samráði við umsjónakennara og skólastjórnendur.
Óliver Friðriksson nemandi í 4. ULI var með eina af sigurmyndunum.
Hér má sjá frétt: http://skolamjolk.is/