Nýtt verklag varðandi ófullnægjandi skólasókn

Fjarvistir nemenda ráða miklu um hvort góður árangur næst í námi hvers og eins. Lög kveða skýrt á um að forráðamenn sjái um að nemendur sæki skóla dag hvern. Óheimilar fjarvistir nemenda og að mæta of seint hafa áhrif á skólasóknareinkunn hvers og eins. Einnig áskilur skólinn sér rétt til að bregðast við ófullnægjandi skólasókn nemenda og eru þar með talin leyfi og veikindi.

Samkvæmt 19. gr. laga um grunnskóla bera foreldrar ábyrgð á því að börn þeirra sæki skóla. Skólastjóra ber að vísa ófullnægjandi skólasókn nemenda til fræðslu- og barnaverndaryfirvalda.

Vestmannaeyjabær hefur gefið út nýjan verkferil varðandi viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn nemenda. 

Verkferilinn má skoða hér

Við biðjum foreldra einnig um að kynna sér reglur um fjarvista -og leyfisveitingar, sem finna má hér á heimasíðu skólans undir foreldrar.

https://www.grv.is/is/foreldrar/fjarvistir-og-leyfi